Samfélagslega sterkir innviðir

Ávarp stjórnarformanns

Að sjá!

Hvernig var árið 2019 hjá Sýn? Það var að mínu mati tímamótaár, sé litið til lengri tíma. Þetta var annað árið í sameinuðu fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtæki. Það er auðvitað mikilvægt en samt ekki það sem stendur upp úr. Það sem stendur upp úr er að 2019 var árið sem Sýn réðst í kjarkmiklar breytingar sem munu gjörbreyta fyrirtækinu til nánustu framtíðar.

Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður
Ávarp forstjóra

Að gera meira fyrir minna

Hvert sem litið er í heiminum er áskorunin sú sama: Hvernig er hægt að gera meira fyrir minna? Samfélagið býður ekki upp á það að gera meira fyrir meira, eða gera minna fyrir minna, eins og sumir telja að sé náttúrulögmál. David Attenborough, náttúrufræðingurinn margfrægi sagði „sá sem trúir á endalausan vöxt er annað hvort galinn – eða hagfræðingur“. Þarna verður honum á í messunni, enda er framleiðniaukning eitthvað sem sést ekki í líffræði, en hefur skapað þá velmegun sem heimurinn býr við í dag. Við erum alltaf að gera meira fyrir minna. Það kallast framþróun.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri
Samfélagsábyrgð

Samfélag og umhverfi

Sýn sýnir samfélagsábyrgð í verki með því að sinna hlutverki sínu sem fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki af fagmennsku og ábyrgð. Sýn leggur sitt af mörkum við uppbyggingu og framþróun samfélagsins með því að veita mikilvæga þjónustu og stuðla að virkri samkeppni á markaðnum.

© Björgunarsveitin Tintron
EBITDA hlutfall
0 %
EBITDA (m. kr.)
0
Heildartekjur (m. kr.)
0
Afkoma (m. kr.)
0
Fjárfestingar (m. kr.)
0
Janúar
Rauði krossinn og Sýn í samstarf 
Sýn og Rauði krossinn á Íslandi gerðu með sér samstarfssamning sem í felst stuðningur Sýnar við alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins, nánar tiltekið verkefnið Brúun hins stafræna bils. Það aðstoðar landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans í fimmtán Afríkuríkjum að bæta þekkingu og búnað í upplýsinga- og samskiptatækni svo þau megi efla getu sína í hjálparstarfi. Samstarfssamningurinn er til tveggja ára og felur í sér að Sýn lánar starfsmann með sérþekkingu í upplýsinga - og samskiptatækni til að sinna verkefnum sendifulltrúa í verkefninu.
Janúar
Fokk Ofbeldi
Vodafone hefur um árabil verið stoltur samstarfsaðili UN Women á Íslandi og fastur liður í samstarfinu er salan á Fokk Ofbeldi húfunni í verslunum Vodafone. Fokk Ofbeldi herferðinni er ætlað að vekja fólk til vitundar um ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.