Starfsemin

Stjórn 2019

Stjórn félagsins ásamt forstjóra fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli hluthafafunda og ber meginábyrgð á rekstri þess. Ásamt forstjóra hefur hún forystu um að móta stefnu, setja markmið og áhættuviðmið félagsins, bæði til skemmri og lengri tíma.

STJÓRNARFORMAÐUR

Hjörleifur Pálsson

Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður er fæddur árið 1963. Hann var fyrst kosinn í stjórn félagsins 11. apríl 2013. Hjörleifur er viðskiptafræðingur, útskrifaður með Cand Oecon gráðu frá Háskóla Íslands 1988. Hann hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 1989 og starfaði sem endurskoðandi til 2001. Hann var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar hf. frá 2001 til 2013. Hjörleifur er formaður stjórnar og formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Hann situr í fjárfestingarráði Akurs fjárfestinga slhf., í stjórn Brunns vaxtarsjóðs slhf., Lotus Pharmaceutical Co., Ltd í Taiwan og Ankra ehf. Hann er jafnframt formaður tilnefningarnefndar Icelandair Group hf. og á sæti í endurskoðunarnefnd Landsbankans hf. Hjörleifur átti 250.000 hluti í félaginu í árslok 2019.

STJÓRNARMAÐUR

Anna Guðný Aradóttir

Anna Guðný Aradóttir er fædd árið 1956 og starfar sem óháður stjórnarmaður. Hún var fyrst kosin sem varamaður í stjórn félagsins 29. ágúst 2012, en varð síðan aðalmaður í stjórn félagsins 9. nóvember 2012. Hún hefur lokið viðskipta- og rekstrarnámi frá Háskóla Íslands og hefur MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Anna Guðný situr í stjórn Lyfja & heilsu hf. og Faxa ehf. Anna Guðný á ekki eignarhlut í félaginu.

STJÓRNARMAÐUR

Sigríður Vala Halldórsdóttir

Sigríður Vala var kjörin sem varamaður í stjórn Sýnar í mars 2019. Hún hefur frá árinu 2016 starfað sem forstöðumaður Hagdeildar hjá Sjóvá, ásamt því að sitja í fjárfestinganefnd félagsins og sinna hlutverki fjárfestatengils. Af öðrum stjórnarstörfum má nefna að hún er aðalmaður í stjórn HS Veitna frá árinu 2014. Sigríður Vala er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2006 og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá University of Minnesota 2008. Löggiltur verðbréfamiðlari frá 2009. Sigríður Vala starfaði hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka 2008-2015 sem sérfræðingur og síðar verkefnastjóri. Hún var forstöðumaður viðskiptastýringar Creditinfo 2015-2016.

STJÓRNARMAÐUR

Tanya Zharov

Tanya Zharov, er fædd árið 1966. Hún starfar sem aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hún var fyrst kosin í varastjórn Fjarskipta 16. mars 2017. Tanya hefur lokið Cand. jur. prófi frá Háskóla Íslands. Áður var hún framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Auði Capital, síðar Virðingu hf., 2008- 2015. Tanya er formaður stjórnar Íslandssjóða hf. og CRI ehf. Hún situr í stjórn Skólavegs ehf. og Talna ehf. Tanya á hlutafé í gegnum eignarhaldsfélag sitt og tveggja meðfjárfesta, Tölur ehf. Fjöldi hluta er 3.472.

STJÓRNARMAÐUR

Óli Rúnar Jónsson

Óli Rúnar var kjörinn varamaður í stjórn Sýnar í mars árið 2019 og tók stöðu í aðalstjórn í desember sama ár. Hann er fæddur á Egilsstöðum árið 1980. Óli hefur starfað hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni frá árslokum 2007 þar sem hann sinnir nú hlutverki útflutningsstjóra, stýrir félögunum Borg Brugghús og Agla Gosgerð og vinnur að ýmiskonar viðskiptaþróun og markaðsmálum hjá Ölgerðinni. Þá hefur hann starfað sem tónlistarmaður um árabil. Óli er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík frá árinu 2006.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.