Samfélagsábyrgð

Samfélag og umhverfi

Sýn sýnir samfélagsábyrgð í verki með því að sinna hlutverki sínu sem fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki af fagmennsku og ábyrgð. Sýn leggur sitt af mörkum við uppbyggingu og framþróun samfélagsins með því að veita mikilvæga þjónustu og stuðla að virkri samkeppni á markaðnum. Samfélagsábyrgð félagsins skiptist í þrjú áherslusvið:

Samfélagsábyrgð okkar skiptist í þrjú áherslusvið:

Sameiginlegt virði
Sjálfbærni
Hlítni

Umhverfisstefna

Sýn hefur sett sér stefnu og ákveðin markmið í umhverfis- og loftslagsmálum sem eru til þess fallin að draga úr mengun og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor félagsins. Félagið er staðráðið í því að vernda umhverfið og hefur einsett sér að efla vistvænar samgöngur, draga úr myndun úrgangs og stuðla að betri orkunýtingu. Félagið ætlar að ganga um landið af virðingu, með umhverfisvernd að leiðarljósi. Þannig er ávallt leitast við að framkvæmdir á vegum félagsins valdi sem minnstu umhverfisraski. Félagið hefur sett sér markmið að flokka allt sorp sem fellur til í starfseminni, auka þannig endurvinnslu og draga úr ónauðsynlegri urðun á sorpi. Félagið leitast við að lágmarka notkun á óendurnýjanlegum auðlindum og losun skaðlegra efna út í umhverfið eins og kostur er. 

Sýn vinnur með viðskiptavinum, birgjum og verktökum við að þróa vörur og þjónustu til að lágmarka áhrifin sem það hefur á umhverfið. 

Sýn birtir ítarlegt umhverfisuppgjör ár hvert sem er að finna undir Ófjárhagslegum upplýsingum í Árskýrslum félagsins. Í umhverfisuppgjöri Sýnar hefur náðst góður árangur í að safna saman gögnum með rafrænum gagnastraumum í gegnum kerfi Klappir Core. Umhversstefnu Sýnar má finna hér.

Nokkrir þættir í umhverfisuppgjöri Sýnar fyrir árið 2019

  • Umfang 1 tekur saman beina losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi fyrirtækis. Í tilfelli Sýnar afmarkast umfang 1 við losun frá ökutækjum vegna eldsneytisnotkunar. Unnið hefur verið í því á árinu að fækka bílum og skipta yfir í vistvæna bíla.
  • Umfang 2 tekur saman óbeina losun gróðurhúsalofttegunda sem tengd er raforkunotkun og notkun á heitu vatni. Losun af þessu tagi á sér ekki stað innan marka starfsemi fyrirtækisins og telst því til óbeinnar losunar.
Loading...

Í umhverfisuppgjörinu kemur fram að hlutfall flokkaðs úrgangs sé 67% af þeim úrgangi sem féll til í starfseminni á árinu 2019.

Loading...

Heildarmagn prentaðs pappírs minnkaði um 30% á milli ára.

Loading...

Markmið 2020

  • Efla umhverfisvitund starfsmanna, hvetja til framsækni og umhverfisvænna úrlausna
  • Við ætlum að koma hlutfalli flokkaðs sorps í 70%
  • Minnka eldsneytisnotkun félagsins um 10%
  • Markmið félagsins er að senda alla reikninga rafræna á árinu 2020 og hætta útsendingu á reikningum á pappírsformi.

Skipt yfir í vistvæna bíla

Um mitt árið 2019 skipti félagið út stórum hluta bílaflotans. Það kom aldrei neitt annað til greina en að meirihluti bílanna yrðu umhverfisvænir og stór hluti eingöngu knúnir rafmagni. Rafbílar eru þægilegir í akstri og auðveldir í rekstri, þeir menga lítið við notkun og hafa sannað sig við íslenskar aðstæður undanfarin ár. Rafbílar eru sífellt að verða vinsælli, enda hagkvæmur og vistvænn valkostur. Þeir eru ein besta leiðin til að ferðast milli staða með lágmarks mengun.

Félagið tók einnig í notkun tengitvinnbíla (e. plug-in hybrid) en þessar bifreiðar er hægt að hlaða á milli ferða. Þeir hafa allt að 60 km drægi á rafhlöðunni einni saman og nota því bensínvélina mun minna. Þeir henta félaginu vel að því leyti að þegar það þarf að fara lengri leiðir eða utanbæjar þá er hægt að skipta yfir á eldsneytið.

Félagið hefur útbúið hleðslustæði fyrir bílana þar sem hægt er að leggja þeim að degi til og/eða yfir nótt og hlaða.

Það rafmagn sem notað er á Íslandi er nánast allt framleitt með vistvænum hætti, við vinnum meira rafmagn á hvern íbúa en nokkur þjóð, rafmagnið er hreint og er umtalsvert ódýrara en jarðefnaeldsneyti. Það er því hentugt að reka rafbíla á Íslandi ásamt því að flestar bílferðir okkar eru frekar stuttar.

Sýn leggur áherslu á heilbrigði og vellíðan starfsmanna á vinnustaðnum, styður starfsfólk til að stunda vistvænar samgöngur t.d. með því að veita samgöngustyrk sem starfsfólk er duglegt að nýta sér en almenningssamgöngur eru mjög aðgengilegar frá Suðurlandsbrautinni. Starfsfólki býðst einnig að hlaða einkabílana sína í hleðslustöðvum í bílastæðahúsinu við höfuðstöðvarnar og hefur verið töluverð aukning í rafbílum meðal starfsmanna. Einnig er verið að taka í notkun upphitaða hjólageymslu með hleðslu fyrir rafknúin reiðhjól.

Hleðslustöðvar fyrir viðskiptavini eru einnig í boði fyrir framan höfuðstöðvarnanar á Suðurlandsbraut 8-10.

Loading...

Stoltur styrktaraðili Landsbjargar

Vodafone hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnarfélags Landsbjargar í 11 ár og hefur fyrirtækið einnig átt afar farsælt samstarf við félagið á sviði fjarskiptamála. Með samstarfinu vill Vodafone tryggja að starfsfólk félagsins og björgunarsveitir landsins hafi aðgang að bestu mögulegu fjarskiptaþjónustu.

Við erum mjög ánægð með samstarfið enda hefur það komið bæði okkur og félaginu til góða. Það er ekki síst því að þakka að björgunarsveitir Landsbjargar hafa reglulega upplýst okkur um svæði hér og þar á landinu þar sem bæta þurfti sambandið og við getað brugðist við því.

Á hverju ári sannar mikilvægi sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar sig og sá mikli slagkraftur sem félagið býr yfir, nú síðast í óveðrinu sem gekk yfir landið í lok árs 2019. Við erum stolt af því að vera treyst fyrir því mikilvæga verkefni að annast fjarskipti Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila og tökum þá ábyrgð alvarlega. Við erum jafnframt þakklát fyrir ómetanlegt framlag þeirra og hvetjum alla landsmenn til að styðja við mikilvægt starf Landsbjargar.

Vottanir og þátttaka á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni

Jafnlaunavottun

Vinnuvernd

Upplýsingaöryggi

Sýn hf. fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2018 sem gildir í þrjú ár. Viðurkenningin byggir á úttekt á góðum stjórnarháttum sem tekur mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti sem eru gefnar út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulifsins og Nasdaq Iceland. Umsjónaraðili viðurkenningarferils er Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti.

Sýn er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Hlutverk Festu er að auka þekkingu á samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnana og hvers kyns skipulagsheilda til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti og stuðla að aukinni sjálfbærni.

Í nóvember 2015 gerðist Vodafone aðili að loftlagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Við undirritun sáttmálans skuldbinda fyrirtæki sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. Aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum skipta sköpum og án þeirra er ólíklegt að þjóðir heims geti staðið við Parísarsáttmálann eða að Ísland nái loforði sínu um að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.

Vodafone hefur um árabil verið stoltur samstarfsaðili UN Women á Íslandi og fastur liður í samstarfinu er salan á Fokk Ofbeldi húfunni í verslunum Vodafone. Fokk Ofbeldi herferðinni er ætlað að vekja fólk til vitundar um ofbeldi gegn konum og stúlkum.   

Við vinnslu ófjárhagslegra upplýsinga er notast við viðmið Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum og 10 grundvallarviðmið Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Einnig horfði félagið til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Aukin upplýsingagjöf á sviði samfélagsábyrgðar er því til þess fallin að styðja við þetta mikilvæga þjóðfélagslega hlutverk á skýran og aðgengilegan hátt fyrir fjárfesta og aðra hagsmunaaðila.

Vodafone er með samning við Kolvið sem tók gildi 2016 en hann felur í sér að binda kolefni (CO2), sem fellur til vegna starfsemi félagsins. Kolefnisbindingin á sér stað í gróðri og jarðvegi með skógrækt og landgræðslu sem Kolviður hefur umsjón með.

Vodafone er einn af aðalstyrktaraðilum Landsbjargar. Bakhjarlar og styrktaraðilar gera samtökunum kleift að halda úti öflugu starfi björgunarsveita og slysavarnadeilda um allt land.

Á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar hlaut Vodafone Áttavitann svokallaða. Áttavitinn er viðurkenning fyrir náið samstarf og mikilvægan stuðning við starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar í áranna rás en slíkur stuðningur er Landsbjörg ómetanlegur og eflir allt þeirra starf

Vodafone er bakhjarl KSÍ. En bakhjarlar hafa það sameiginlega markmið að auka áhuga á knattspyrnu, styðja við starfsemi landsliða karla og kvenna og efla grasrótarstarf um land allt.

Allur ágóði símakosningu í skemmtiþáttunum Allir geta dansað, sem sýndir voru á Stöð 2 við góðan orðstír, rann til góðgerðarmála. Þau félög sem nutu góðs af eru Líf, Vildarbörn, Hjálpræðisherinn, Minningarsjóður Einars Darra, Landsbjörg og Ljónshjarta. Í lokaþættinum söfnuðust tæplega fjórar milljónir sem Stöð 2 færði Ljósinu sem er endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda.

Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

17 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi árið 2016 og gilda til ársins 2030. Þessi víðtæku markmið, sem ríki heims hafa komið sér saman um, stefna að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim. Markmiðunum er ætlað að vera ákveðinn leiðarvísir fyrir samfélög og fyrirtæki um hvar áherslurnar ættu að liggja þegar litið er til velmegunar og mannréttinda.

Heimsmarkmiðin eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu.

Hér má sjá hvernig Sýn tengir starfsemi sína við nokkur Heimsmarkmiðanna. 

Vinnuvernd, samgöngustyrkir, íþróttastyrkir, búningsaðstaða, núvitundarrými, góð hjólageymsla, heilsustefna í mötuneyti, BESTA vinnuumhverfið, Heilsuleikar Sýnar, samstarf við Kara Connect.

Jafnlaunavottun, jafnréttisstefna, stefna Sýnar að auka hlut kvenna í fjölmiðlum.

Eingöngu er notast við endurnýjanlega orku í skrifstofuhúsnæði Sýnar. Notast er eingöngu við græna og sjálfbæra orku í gagnaverinu (DC) okkar sem skilur eftir sig lítið sem ekkert kolefnisspor.

Áhersla á góðan rekstur, Sýn er fyrirmyndarfyrirtæki með rúmlega 500 starfsmenn.

Samstarf við viðskiptavini um þróun á vöru og þjónustu, samstarf við háskóla í þróun og kennslu, þátttaka í þróun nýsköpunarfyrirtækja, þróun á nýrri götuljósastýringu, snjallari sorphirða, snjallir vatns- og rafmagnsmælar.

Samgöngusamningar við starfsmenn, styðjum við betra upplýsingaflæði fyrir sjálfbæran rekstur.

Áhersla á umhverfisvænar lausnir, kolefnisjöfnun í rekstri.

Mannauðsstefna, jafnréttisstefna, siðareglur, stefna gegn einelti og áreitni, stefna gegn peningaþvætti og mútum, vottun í upplýsingaöryggi, reglur um vernd persónuupplýsinga.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.