Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Efnahagur og sjóðstreymi
Heildareignir og veltufjárhlutfall
Heildareignir samstæðunnar námu 31.978 m.kr. í lok árs 2019 og hækkuðu um 18,4%. Hækkunin er tilkomin vegna innleiðingar á IFRS 16 þar sem afnotaréttir eru nú færðir meðal fastafjármuna. Veltufjárhlutfall var 1,3 samanborið við 1,4 í lok árs 2018.
Eigið fé og eiginfjárhlutfall
Eigið fé í lok tímabilsins var 8.798 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 27,5%. Útistandandi hlutafé í lok tímabilsins nam 2.964 m.kr. og stóð óbreytt frá árslokum 2018.
Hreinar vaxtaberandi skuldir/EBITDA
Hreinar vaxtaberandi skuldir námu 17.282 m.kr. í árslok 2019 og var hlutfall þeirra á móti EBITDA hagnaði sl. 12 mánaða 3,1. Reikningshaldslegri meðferð sýningarétta var breytt á árinu 2019, afturvirkar breytingar voru gerðar á fjárhæðum vegna ársins 2018. Nýr staðall um leigusamninga (IFRS 16) var innleiddur á árinu 2019. Fjárhæðir hafa ekki verið leiðréttar afturvirkt.
Fjárfestingar
Rekstrarfjárfestingar námu alls 1.833 m.kr. á árinu 2019 og lækkuðu um 18% milli ára. Hlutfall fjárfestinga af tekjum var því 9,3%.
Frjálst fjárflæði
Frjálst fjárflæði félagsins á árinu 2019 var 1.682 m.kr. en nam 318 m.kr. á árinu 2018.