Samfélagsábyrgð

Stjórnarhættir

Stjórnarhættir og ófjárhagsleg upplýsingagjöf

Stjórn Sýnar leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Ísland og Samtök atvinnulífsins gáfu út í júní 2015. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vef Viðskiptaráðs Íslands www.vi.is. Sýn varð fyrst skráðra félaga á hlutabréfamarkaði á Íslandi til að koma á fót tilnefningarnefnd og starfsreglum fyrir hana haustið 2014. Hlutverk nefndarinnar er að tilnefna frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu fyrir aðalfund þess og við þá vinnu taka mið af heildarhagsmunum hluthafa. Markmiðið er að stuðla að aukinni fagmennsku, gagnsæi og skilvirkni við myndun stjórnar Sýnar hverju sinni. Félagið er með skráð hlutabréf í Kauphöll Íslands hf. og ber því að fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti samkvæmt reglum Kauphallarinnar sem hægt er að nálgast á vef Kauphallarinnar. Frekari upplýsingar um stjórn og stjórnarhætti er að finna í kaflanum Stjórnarháttayfirlýsing og ófjárhagsleg upplýsingagjöf sem eru viðaukar með ársreikningnum.

Persónuvernd

Sýn leggur ríka áherslu á að varðveita persónuupplýsingar viðskiptavina sinna og starfsfólks. Félagið hefur sett sér persónuverndarstefnu sem hægt er að nálgast á vef félagsins. Persónuvernd er stjórnkerfi upplýsingaöryggis en félagið hefur verið vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 27001 staðlinum um upplýsingaöryggi frá árinu 2014.

Persónuverndarfulltrúi hefur verið skipaður en hlutverk hans er að félagið farið að lögum um persónuvernd og tekur á móti fyrirspurnum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Upplýsingaöryggi

Sýn er með vottað og staðfest stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 27001 um upplýsingaöryggi. Félagið leitast við að lágmarka ógnir og áhættur sem kunna að steðja að upplýsingatæknikerfum þess og notar við það viðurkenndar og vottaðar aðferðir. Framkvæmdar eru fjölmargar prófanir á ári hverju sem snúa að öryggi innviða en einnig eru gerðar prófanir á þeim innviðum, umhverfi og kerfum sem félagið á, þjónustar og rekur. Sýn leggur áherslu á að allt rekstrar- og þjónustuumhverfi félagsins sé öruggt og að þekking, hæfi og fagmennska starfsmanna sé til fyrirmyndar þegar kemur að upplýsingaöryggi og þjónustu.

Félagið hefur verið vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 27001 staðlinum um upplýsingaöryggi frá árinu 2014. Stefna í upplýsingaöryggi.

Græn og örugg innkaup

Birgjastefna Sýnar markast af öryggis, heilbrigðis og vinnuumhverfisstefnu að fyrirmynd frá Vodafone Group. Í verðmætum talið skiptast innkaup þannig að 73% er keypt af innlendum birgjum og 27% af erlendum birgjum.

Loading...

Sýn leitast þannig við að versla í nær umhverfi eins og hægt er. Miklar kröfur eru gerðar til birgja þar sem lögð er áhersla á stöðuleika í rekstri og hágæða framleiðslu á vöru og þjónustu.
Sýn gerir birgjamat þar sem tekið er tillit til öryggis og vinnuverndar eins og persónulegs öryggis,  sjálfbærni og hlítni, umhverfismála, mannréttinda, þjóðernis fólks og uppruna og mögulegrar spillingar. Sömu kröfur eru gerðar til birgja og milliliða og undirverktaka. Enn fremur er stuðst við birgjamat frá Vodafone Group.
Við sýnum samfélagslega ábyrgð í verki með því að sinna hlutverki okkar sem fjarskipta og fjölmiðlafyrirtæki af fagmennsku og ábyrgð.

Stefna gegn spillingu og mútum  

Fyrirtækið leggur ríka áherslu á að stunda ábyrga viðskiptahætti, starfa af heilindum og sanngirni í samskiptum við starfsfólk, viðskiptavini og aðra sem tengjast fyrirtækinu á einhvern hátt.  Í ljósi þess hefur fyrirtækið markað sér stefnu gegn hverskyns spillingu eða mútugreiðslum. Stefna fyrirtækisins byggir á stefnu Vodafone Group um málaflokkinn og tekur til allrar starfsemi fyrirtækisins. Samkvæmt stefnunni er starfsfólki fyrirtækisins með öllu óheimilt að veita eða þiggja mútur, með beinum eða óbeinum hætti og ber að tilkynna um allt mögulegt misferli. 

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.