Ársreikningur

Rekstraryfirlit 2019

Rekstrarárið 2019 markast af því að verið var að framkvæma miklar breytingar á rekstrinum til að takast á við þær tímabundnu áskoranir sem hafa verið í rekstri félagsins m.a. með endurgerð á stefnu félagsins, innra skipulagi, innri ferlum og hagræðingaraðgerðum. Viðskiptavild vegna kaupa á eignum og rekstri 365 miðla var færð niður um 2.500 milljónir króna. Reikningshaldslegri meðferð sýningarrétta var breytt á árinu 2019, afturvirkar breytingar voru gerðar á fjárhæðum vegna ársins 2018. Nýr staðall um leigusamninga (IFRS 16) var innleiddur á árinu 2019.

Heildartekjur

Verðbreytingar í kjölfarið á brotthvarfi enska boltans ásamt mikilli samkeppni á bæði fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði hefur haft neikvæð áhrif á tekjur félagsins. Kostnaður hefur farið hækkandi fyrst og fremst vegna aukningu í launakostnaði vegna nýrra kjarasamninga sem og uppgjörum á starfslokasamningum. Dagskrár- og útsendingarkostnaður jókst vegna hærra innkaupaverðs sýningarrétta og aukinni áherslu á innlent efni. Hærri afskriftir af rekstrarfjármunum vegna fjárfestinga fyrri ára í nýjum höfuðstöðvum og uppbyggingu á fjölmiðlastarfsemi. Til að tryggja samanburðarhæfni reksturs samstæðu félagsins á árinu 2019 hafa samanburðarfjárhæðir 2018 nú verið leiðréttar fyrir áhrifum P/F Hey.

Loading...

Skipting tekjustrauma

Fjarskiptarekstur 365 miðla hf. var keyptur í desember 2017. Fjölmiðlun hefur tekið stærstum breytingum og hlutfall farsími og fastlínu átt minnkandi hlut í heildartekjum félagsins á sama tíma og internet- og fjölmiðlunartekjur vega meira. Árin 2015-2017 innihalda tekjur félagsins einnig tekjur dótturfélagsins P/F Hey í Færeyjum en það félag var selt í byrjun árs 2019.

Loading...

EBITDA

EBITDA nam 5.509 m.kr. á árinu 2019 og var EBITDA framlegðin 27,8%. Reikningshaldslegri meðferð sýningarrétta var breytt á árinu 2019, afturvirkar breytingar voru gerðar á fjárhæðum vegna ársins 2018. Nýr staðall um leigusamninga (IFRS 16) var innleiddur á árinu 2019. Fjárhæðir hafa ekki verið leiðréttar afturvirkt.

Loading...
Ársreikningur Sýnar 2019
Sýn hf. ársreikningur 2019.pdf

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.