Félagið

Um Sýn

Sýn er alhliða fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki sem á og rekur vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, Fm957, X 977 og Endor ehf. Markmið félagsins er að vera leiðtogi í að skapa framtíð snjallra fjarskiptalausna og fjölmiðlunar í gegnum breiða starfsemi sterkra vörumerkja. Stefna fyrirtækisins á næstu árum mun snúast um viðskiptavininn og þjónusta við hann verður í fyrirrúmi.  Markmið er að breyta fyrirtækinu úr því að vera með verkfræðilega nálgun (e. engineer based) yfir í viðskiptavinadrifna (e. customer driven).  Sýn stendur einstaklega vel gagnvart þessari þróun.  Félagið er með öfluga tækniinnviði og hefur sterka samstarfssamninga við fremstu aðila á markaðnum.  Þannig getur Sýn takmarkað fjárfestingar og áhættu án þess að það bitni á gæðum þjónustunnar við viðskiptavini sína.

Samlegð með Vodafone Group

Sýn var fyrsta félagið í heiminum til þess að fá leyfi til að starfa undir merkjum Vodafone án þess að vera í eigu Vodafone Group Plc. Þessi alþjóðlega tenging færir viðskiptavinum okkar m.a. betri þjónustu og betri verð. Samstarfið við Vodafone group veitir okkur aðgang að markaðsefni, reikisamningum, nýsköpun, fyrirtækjalausnum og ýmiskonar verklagi og stefnum. Má þar til að mynda nefna siðareglur, stefnu gegn mútum, peningaþvætti, upplýsingaöryggi og persónuvernd. Með samstarfinu fær Sýn einnig aðgang að birgjasamningum og kjörum Vodafone Procurement Company i Lúxemborg.

Stefna í umhverfis- og mannauðsmálum og ábyrgum stjórnarháttum

Umhverfismál

Sýn hefur sett sér stefnu og ákveðin markmið í umhverfis- og loftslagsmálum sem eru til þess fallin að draga úr mengun og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor félagsins. Félagið er staðráðið í því að ganga af virðingu um landið, vernda umhverfið og hefur einsett sér að efla vistvænar samgöngur, draga úr myndun úrgangs og stuðla að betri orkunýtingu. Sjá nánar hér.

Mannauðsmál

Hjá Sýn starfar fjölbreyttur hópur fólks í fjölmörgum mismunandi störfum. Í starfsmannastefnu fyrirtækisins er lögð áhersla á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Stefnan miðar að því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Einblínt er á jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem og öryggi og heilsu starfsmanna. Sýn gætir jafnréttis starfsmanna á öllum sviðum. Í jafnréttisáætlun félagsins kemur fram að leitast er við að gæta fyllsta jafnréttis kynjanna og þess er gætt að starfsmönnum sé ekki mismunað. Lögð er áhersla á að allir starfsmenn séu metnir að eigin verðleikum og umburðarlyndi sé ríkjandi þáttur í samskiptum. Stuðlað er að fjölbreytileika í starfsmannahópi til að endurspegla stóran viðskiptavinahóp félagsins, með það að markmiði að nýta sem best hæfileika hvers og eins.

Árið 2019 hlaut félagið formlega jafnlaunavottun sem staðfestir að hjá Sýn er starfrækt jafnlaunakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Þá hlaut félagið einnig, fyrst íslenskra fyrirtækja, vinnuverndarvottunina ISO 45001 samkvæmt nýrri útgáfu staðalsins. Vottunin staðfestir að félagið vinnur heilshugar að stöðugum umbótum með það fyrir augum að bæta öryggi og heilsu starfsfólks.

Meira um mannauðsmál

Stjórnarhættir

Stjórn Sýnar leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Ísland og Samtök atvinnulífsins gáfu út í júní 2015. Félagið er með skráð hlutabréf í Kauphöll Íslands hf. og ber því að fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti samkvæmt reglum Kauphallarinnar sem hægt er að nálgast á vef Kauphallarinnar.

Sýn leggur ríka áherslu á að varðveita persónuupplýsingar viðskiptavina sinna og starfsfólks og hefur sett sér persónuverndarstefnu. Persónuvernd er stjórnkerfi upplýsingaöryggis en félagið hefur verið vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 27001 staðlinum um upplýsingaöryggi frá árinu 2014.

Sýn hefur myndað sér birgjastefnu og gerir birgjamat þar sem tekið er tillit til öryggis og vinnuverndar eins og persónulegs öryggis,  sjálfbærni og hlítni, umhverfismála, mannréttinda, þjóðernis fólks og uppruna og mögulegrar spillingar.

Fyrirtækið leggur ríka áherslu á að stunda ábyrga viðskiptahætti, starfa af heilindum og sanngirni í samskiptum við starfsfólk, viðskiptavini og aðra sem tengjast fyrirtækinu á einhvern hátt. Sjá nánar hér.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.