Starfsemin

Innviðir

Vodafone hefur á síðustu 20 árum byggt upp öflugt dreifikerfi fastlínu, farsíma, sjónvarps og útvarps, byggt á útstöðvum, sendum, miðlægum búnaði og flutningskerfum.  Innviðir Vodafone tryggja félaginu samkeppnishæfni og framlegð á mjög virkum fjarskiptamarkaði. Vodafone er með fjarskiptabúnað á yfir 800 stöðum á Íslandi og í fjórum löndum til viðbótar en það tryggir viðskiptavinum félagsins örugga, síma-, internet- og gagnaflutningsþjónustu til og frá landinu.  

Fastlínu- og flutningskerfi

 • Búnaður á 800 stöðum á landinu 
 • Háhraðaflutningsnet fyrir alla fjarskiptaþjónustu
 • Heimasími og internet í boði til allra landsmanna gegnum innviði félagsins

Kopar vs. ljósleiðari

 • Um 18% af notendum Vodafone eru tengdir yfir kopar en 82% á ljósleiðara
 • Notendum með hefðbundinn heimasíma yfir kopar fækkaði á árinu um 30%

4G farnet

sem nær til 99,7% landsmanna
 • 575 sendastaðir fyrir farsíma um allt land
 • 2G – 433 sendastaðir
 • 3G – 460 sendastaðir
 • 4G – 412 sendastaðir  

Framúrskarandi dreifikerfi

útvarps og sjónvarps
 • UHF HD sónvarpsdreifing sem nær til 99,9% landsmanna í gegnum 314 sjónvarpssenda á 145 sendastöðum 
 • IPTV kerfi Vodafone nær til 97% landsmanna
 • OTT kerfi Vodafone nær til 99,7% landsmanna
 • 85 fm útvarpssendar um allt land, Bylgjan með bestu FM útbreiðslu landsins

Grænt gagnaver Reykjavík DC

Vodafone er einn af eigenda Reykjavík DC, sem er glænýtt hátækniver við Korputorg í Reykjavík. Að baki Reykjavík DC standa innlendir aðilar með víðtæka reynslu og þekkingu á rekstri upplýsingatæknikerfa, fjarskipta, fasteigna og alþjóðaviðskipta. Sérhæfing Reykjavík DC snýr að öryggis- og umhverfismálum.

Öll orka sem notuð er í gagnaverinu eru upprunavottuð, og er Reykjavík DC fyrsta íslenska gagnaverið með svokallaðan Green Power Agreement við Landsvirkjun, sem tryggir viðskiptavinum gagnaversins þessa grænu upprunavottuðu orku. Gagnaverið nýtir rafmagn úr 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og uppfyllir Tier3-staðal. Reykjavík DC mun bjóða sambærilega þjónustu við það sem best gerist í heiminum og fullnægja ströngustu kröfum. Þjónusta gagnaversins verður sniðin að þörfum innlendra og erlendra viðskiptavina sem kjósa gæði og öryggi.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.