Starfsemin

Framkvæmdastjórn 2019

Framkvæmdastjórn félagsins ber ábyrgð á daglegum rekstri þess og fylgni við rekstraráætlanir.

FORSTJÓRI

Heiðar Guðjónsson

Heiðar er forstjóri Sýnar og tók við starfinu vorið 2019. Heiðar kom inn í stjórn félagsins í apríl 2013 og var stjórnarformaður frá mars 2014. Áður starfaði Heiðar sem framkvæmdastjóri eigin fjárfestingarfélags. Hann er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur frá árinu 1996 einkum starfað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, lengst af í New York, London og Zürich. Hann hefur m.a. komið að stórum alþjóðlegum fjárfestingum í fjarskiptafélögum, s.s. næststærsta símafyrirtæki Finnlands og stærsta símafyrirtæki Búlgaríu. Heiðar situr einnig í stjórn Ursus ehf., Köldukvíslar hf., Innviða fjárfestinga slhf. og HS Veitna.

FRAMKVÆMDASTJÓRI TÆKNISVIÐS

Kjartan Briem

Kjartan Briem er framkvæmdastjóri tæknisviðs, þeirri stöðu hefur hann gengt frá árinu 2009 en fyrir það var hann forstöðumaður notenda- og símkerfa þess. Kjartan hefur starfað hjá félaginu í 20 ár. Kjartan starfaði áður sem forstöðumaður og framkvæmdastjóri hjá Íslandssíma og fyrir þann tíma hjá Símanum. Kjartan er með MSc gráðu í rafmagnsverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet.

AÐALLÖGFRÆÐINGUR

Páll Ásgrímsson

Páll Ásgrímsson er aðallögfræðingur Vodafone en undir hann heyra einnig gæða- og öryggismál og aðfangastýring. Páll kom til starfa hjá félaginu 2014 en áður var hann einn af eigendum lögfræðistofunnar Juris. Hann er reynslumikill lögmaður á sviði félagaréttar, auk þess að hafa sérhæft sig á sviði fjarskipta-, upplýsingatækni- og samkeppnisréttar. Um árabil starfaði Páll sem forstöðumaður og síðar framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans (síðar Skipta) auk þess að búa að reynslu frá EFTA og ESA í Brussel og Samkeppnisstofnun. Páll hefur auk þess setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja innan fjarskiptageirans, t.d. Símans hf., Mílu ehf., FARICE hf. og Skjásins ehf.

FJÁRMÁLASTJÓRI

Signý Magnúsdóttir

Signý Magnúsdóttir hefur gegnt stöðu fjármálastjóra Sýnar frá 1. Júní 2019. Signý lauk meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun við Háskóla Íslands árið 2007 og hlaut löggildingu til endurskoðunar árið 2011. Signý hóf störf hjá Deloitte árið 2006 og varð meðeigandi félagsins árið 2013. Hjá Deloitte sinnti Signý einna helst endurskoðun og ráðgjöf á sviði reikningsskila fyrir meðalstór og stór fyrirtæki, þar á meðal skráð fyrirtæki og fyrirtæki sem starfa í alþjóðlegu umhverfi. Signý situr í Reikningsskilaráði.

FRAMKVÆMDASTJÓRI REKSTRARSVIÐS

Yngvi Halldórsson

Yngvi er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann sat í stjórn Vodafone/Sýnar frá 2014-2019. Fyrst í varastjórn til 2017 þegar hann tók sæti í aðalstjórn. Yngvi var frá byrjun árs 2018 meðeigandi í fjárfestingarfélaginu Alfa Framtak ehf. sem rekur m.a. framtakssjóðinn Umbreytingu. Yngvi er fyrir Umbreytingu stjórnarformaður hjá Borgarplast hf. og situr í stjórn Nox Health. Hann starfaði hjá Össur hf. frá árinu 2008 til 2018 og gegndi þar ýmsum störfum. Síðast sem CIO og VP of Global Business Services. Árin 2006 til 2008 var Yngvi sjóðsstjóri erlendra hlutabréfasjóða hjá Landsvaka ehf. en þar áður stýrði hann innleiðingum og samþættingum á upplýsingakerfum Össur Americas. Á árunum 2000 til 2005 starfaði Yngvi sem ERP ráðgjafi í Dynamics Nav hjá Maritech ehf.

FRAMKVÆMDASTJÓRI MIÐLA

Þórhallur Gunnarsson

Þórhallur Gunnarsson er framkvæmdastjóra Miðla frá 22. maí 2019. Þórhallur er með meistaragráðu í sjónvarpsþáttagerð frá Goldsmiths, University of London og hefur undanfarin 6 ár verið framkvæmdastjóri sjónvarps og kvikmyndadeildar Sagafilm. Þar áður var hann dagskrárstjóri RÚV, ritstjóri Kastljóss, auk þess sem hann hefur stýrt fjölmörgum sjónvarpsþáttum af öllu tagi, m.a. Íslandi í dag á Stöð 2. Þórhallur hefur átt sæti í framkvæmdastjórn RÚV og stjórn Sagafilm. Hann hefur undanfarin ár verið framleiðandi margra stærstu sjónvarpsþátta á Íslandi, hvort sem um er að ræða leiknar sjónvarpsþáttaseríur, heimildarmyndir, fræðsluefni eða skemmtiþætti. Þórhallur kennir einnig miðlun upplýsinga við MBA nám Háskóla Íslands.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.